Félag íslenskra smíðakennara hefur verið starfandi í mörg ár.  Þátttaka almennra félagsmanna er minni nú en fyrir nokkrum árum. Mjög mikilvægt er að breyta þessu og efla starfið og styrkja tengslin milli kennara.

Þeir kennarar sem kenna hönnun og smíði eru hvattir til þess að vera félagar svo og þeir kennaranemar sem stefna að kennslu greinarinnar.  Þátttaka í félaginu er auk annars ávinnings stuðningur við baráttu félagsins fyrir tilvist og uppgangi greinarinnar. Upplýsingar um félagið, árgjald og fleira eru hér.

Með vefsíðunni www.smidakennari.is sem þú ert að lesa þennan pistil af, er vonast til að hægt verði að ná til margra kennara og efla baráttuþrek þeirra. Ef þú hefur skoðun eða ábendingar varðandi vefinn og nýtingu hans skorum við á þig að senda inn nokkra línur. Það má gera með því að velja viðeigandi hlekk neðst á síðunni.

------------------------------------
Prentađ af: