Frá stjórn Félags íslenskra smíðakennara.

Félagsgjald í Félagi ísl. smíðakennara er kr. 5000. Það er von okkar sem sitjum í stjórn félagsins að smíðakennarar vilji vera með í félaginu og greiða félagsgjaldið. Stjórnin hefur ákveðið að gera átak í að efla félagið, m.a. með því að fá fleiri félaga.

Félagsgjaldinu fylgir aðgangur og aðild að Brunni félagsins á vef þess www.smidakennari.is, en áhersla verður lögð á að efla hann með þátttöku sem flestra, svo hann geti verið stoð og stytta smíðakennarans í starfi hans.

Í Brunninum er verkefnasafn, kennsluleiðbeiningar, efnis- og verkfærafræði ásamt fleiru sem getur auðveldað kennurum starfið. Sá hluti verður lokaður öðrum en félagsmönnum sem greitt hafa árgjald. Hugmyndin er að vera einnig með ýmis gögn sem lúta að kjaramálum og öðrum hagsmunamálum okkar svo sem útbúnaði og aðstöðu. Það eru því ríkar ástæður til þess að vera með í félaginu. Heimasíðan er samastaður sem getur veitt okkar stuðning og uppörfun þegar við þurfum á því að halda og þar getum við gefið af okkur til annarra þegar við erum aflögufær. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur smíðakennara sem oft erum einangruð í okkar smíðastofum, ein í okkar skóla.

Félagið stendur líka fyrir námskeiðahaldi og eru námskeiðin niðurgreidd fyrir félgasmenn sem greitt hafa árgjald yfristandandi árs.

Munið að þið öll sem starfið að smíðakennslu eruð gjaldgeng í félagið, líka leiðbeinendur. Þá er félagið einnig opið fyrir kennaranemum sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með starfi félagsins.

Námsgreinin hönnun og smíði stendur nú á miklum tímamótum. Hart er sótt að henni í tímamagni og aðstöðu sérstaklega í höfuðborginni. Við verðum að standa traustan vörð um greinina okkar sem er ein af mikilvægustu námsgreinum skólans eins og við vitum. Til þess að möguleiki sé á að ná árangri er nauðsynlegt að smíðakennarar standi saman sem ein heild og þar er félagið okkar helsta vígi. Kennaranemar geta orðið félagar þó þeir séu enn í námi.

Ósk um aðild að félaginu má senda á netfangið fisstjorn@gmail.com en þar þarf eftirfarandi að koma fram:

Nafn, kennitala, heimilisfang, vinnustaður, sími, vinnusími, netfang ásamt upplýsingum um menntun.

Greiðsluseðlar verða sendir út vegna félagsgjalds í febrúar.

------------------------------------
Prentað af: